Mynd vikunnar

Ljósmynd: Árni Geir Ingvarsson
Ljósmynd: Árni Geir Ingvarsson

Þessi mynd var tekin af áramótabrennu á gamlaárskvöldi 2014. Fjöldi fólks fylgdist með brennunni í góðu veðri og síðan með flugeldasýningu björgunarsveitarinnar Strandar er líða tók á kvöldið. Áramót eru gjarnan tími uppgjöra og nýrra fyrirheita og markmiða. Við á Skagaströnd höfum verið heppin í sambandi við Covid veikindi og verðum það vonandi áfram. Enginn sér fyrir endann á pestinni þannig að við skulum hafa það sem markmið fyrir komandi ár að fara varlega og huga öll vel að persónulegum sóttvörnum.                                          Ljósmyndasafnið þakkar fyrir velvild og vinátta á liðnu ári og óskar öllum farsældar og góðrar heilsu á árinu 2022.