Mynd vikunnar

Ljósmynd: Lárus Ægir Guðmundsson
Ljósmynd: Lárus Ægir Guðmundsson

Síðasta messan í gömlu Hólaneskirkju 6. október 1991. Séra Egill Hallgrímsson (d.9.6.2021) predikar og þjónar fyrir altari. Altaristaflan úr kirkjunni og predikunarstóllinn eru nú varðveitt í nýju kirkjunni ásamt öðrum gripum hennar nema ljósakrónurnar eru í geymslu/notkun í bókasafni Halldórs Bjarnasonar í Gamla Kaupfélaginu. Gamla kirkjan var vígð 17. júní 1928, afhelguð  seint á árinu 1991 og svo rifin 19. febrúar 1992. Nýja Hólaneskirkja var vígð 23. október 1991.

Ljósmyndasafn Skagastrandar