Mynd vikunnar

Ljósmynd: Vélaverkstæði Skagastrandar - safn
Ljósmynd: Vélaverkstæði Skagastrandar - safn

Þessir menn, sem allir eru látnir,  unnu saman á Vélaverkstæði Karls og Þórarins. Verkstæðið var rekið í mörg ár í gömlum bragga sem stóð austan við Lækjarbakka við Strandgötu. Þegar verkstæðið flutti á þann stað sem það er á í dag (2022) var bragginn gerður að slökkvistöð þar sem geymdur var Bedford slökkvibíll slökkviliðsins. Bragginn var seinna rifinn en enn er steypta platan til staðar.  Mennirnir eru frá vinstri: Karl Berndsen (d. 12.2.1995), Árni Max Haraldsson (d.6.12.1976), Gunnar Albertsson (d.27.7.2019) og Þórarinn Björnsson (d. 24.5.1985). Allir settu þessir menn starkan svip á samfélagið á Skagaströnd á sínum tíma. 

Ljósmyndasafn Skagastrandar