Mynd vikunnar

Ljósmynd: Magnús B. Jónsson
Ljósmynd: Magnús B. Jónsson

Hér takast þeir í hendur Framsóknarmennirnir Magnús B. Jónsson, fulltrúi Framsóknar í hreppsnefnd Höfðahrepps og sveitarstjóri á Skagaströnd, til vinstri og Björn Pálsson (d. 11.4.1996) alþingismaður Framsóknarflokksins frá Löngumýri til hægri. Björn var mikill málafylgjumaður og hikaði ekki við að eiga í málaferlum við mann og annan  þegar honum þótti gengið á rétt sinn. Björn var um tíma kaupfélagsstjóri á Skagaströnd og vinsæll útgerðarmaður. Ekki er vitað hvenær myndin var tekin. 

Ljósmyndasafn Skagastrandar