Mynd vikunnar

Ljósmynd: Ólafur Bernódusson
Ljósmynd: Ólafur Bernódusson

Mikið mæðir á Rauða krossinum um allan heim vegna styrjalda, hungursneyða og annarrar neyðar. Því er mikilvægt að styðja starf Rauða krossins með öllum ráðum eftir getu hvers og eins. Þessi mynd var tekin 17. október 2009 á degi Rauða krossins. Þá komu nokkrir félagar í deildinni á Skagaströnd saman við Einbúann og mynduðu mannlegan rauðan kross eins og myndin sýnir. Álfarnir í Einbúanum tóku þessu framtaki vel enda eiga þeir ýmislegt sameiginlegt með Rauða kross-fólki.

Ljósmyndasafn Skagastrandar