Mynd vikunnar

Ljósmynd: Ólafur Bernódusson
Ljósmynd: Ólafur Bernódusson

Brosmildi maðurinn á myndinni er 70 ára í dag 14. apríl 2022.

Við þekkjum hann öll eftir áratuga frábæra þjónustu við okkur íbúana á Skagaströnd. Skapgóður og hjálpsamur stendur hann ávallt fast á sínu. Skapandi og snjall með tálguhnífinn eins og blasir við hjá heimili hans. Við hlið hans er konan hans sem alltaf styður sinn mann en segir honum til syndanna ef þess þarf. Hún er ekki síður skapandi fagurkeri og saman hafa þau gert einhvern fallegasta garð á Skagaströnd við heimili sitt.

Til hamingju með afmælið Magnús frá okkur íbúum í sveitarfélaginu og takk fyrir vel unnin störf í okkar þágu gegnum árin.

Ljósmyndasafn Skagastrandar