Mynd vikunnar

Ljósmynd: Ólafur Bernódusson
Ljósmynd: Ólafur Bernódusson

Sumardaginn fyrsta ber upp á 21. apríl í ár. Dagurinn er árlega á þeim fimmtudegi sem er einhverntíma á tímabilinu 19. - 25. apríl, báðir dagar meðtaldir. Aldalöng hefð er á Íslandi að halda upp á þennan dag. T.d. er siðurinn að gefa sumargjafir þekktur alveg frá því snemma á sextándu öld. Reyndar var það orðinn siður áður en fólk fór almennt að gefa jólagjafir á Íslandi.  Það er líka fallegur siður að óska hvort öðru gleðilegs sumars og margir baka pönnukökur í tilefni dagsins. Þá er alþekkt sú trú að ef sumar og vetur frýs saman þá verði sumarið gott. Til að kanna þetta var gjarnan sett út undirskál með vatni að kvöldi síðasta vetrardags sem síðan var skoðuð að morgni sumardagsins fyrsta.  Myndin, sem var reyndar tekin í desember 2012, minnir okkur á að sólin er að hækka á lofti og nú hlýnar með hverri vikunni sem líður. 

Ljósmyndasafn Skagastrandar