Mynd vikunnar

Ljósmynd: Höfðaskóli - safn
Ljósmynd: Höfðaskóli - safn

Þessi mynd var tekin á tröppunum sunnan á "Gamla skólanum" eða Bjarmanesi eins og húsið heitir. Þar var í áratugi rekinn barnaskóli Skagastrandar. Ekki er vitað hvenær myndin var tekin. Samkvæmt upplýsingum frá Helgu Berndsen er fólkið á myndinni eftirfarandi. Aftasta röð frá vinstri: Karl Þórólfur Berndsen (d.12.2.1995), Guðný Pálsdóttir (d.17.2.2005), Ingibjörg Lárusdóttir (d.20.9.2010) og Birna Laxdal (d.1983). Miðröð frá vinstri: Pálína Hafsteinsdóttir (d.22.7.2008), Bogga Björnsdóttir, Ásdís Guðmundsdóttir, Þórey Ólafsdóttir, og Hrefna Björnsdóttir (d.8.10.2018). Fremsta röð frá vinstri: Helga Berndsen, Ólína Marta Steingrímsdóttir (d.4.2.1994), Ingibjörg Axelma Axelsdóttir (Didda) (d.6.3.2007) og Anna Steingrímsdóttir (d.26.3.2018).  Stúlkan í glugganum er Þorgerður Laxdal (Didda) frá Felli. Við þökkum Helgu kærlega fyrir upplýsingarnar um myndina.

Ljósmyndasafn Skagastrandar