Mynd vikunnar

Ljósmynd: Ólafur Bernódusson
Ljósmynd: Ólafur Bernódusson

Oft er talað um að lóan sé vorboði á Íslandi. Sé svo má líka segja að krían sé sumarboði. Hún kemur til Skagastrandar kringum 9. maí  með skrækjum sínum og flugfimi. Undanfarin ár hefur þessi fallegi fugl verið að leggja undir sig stóran hluta af Höfðanum sem varpsvæði. Eins og allir þekkja ver hún varpið sitt af mikilli grimmd svo gönguferðir um Höfðann nú um stundir krefjast þess að maður sé með húfu á höfðinu. Annað ráð er að vera með prik og halda því fyrir ofan höfuðið því krían ræðst alltaf á hæsta punkt hjá óvinum sínum. Það getur verið gaman að setjast niður nálægt krívarpinu njóta "núsins" og fylgjast með amstri hennar þegar ró færist yfir aftur. 

Ljósmyndasafn Skagastrandar