Mynd vikunnar

Ljósmyndasafn Skagastrandar leitar einn til þeirra sem hugsanlega telja sig þekkja til.

Hér er myndin af mannfagnaðinum sem birt var fyrir viku. Líklega er hún tekin í kveðjuhófi við starfslok Páls Jónssonar skólastjóra 1968 ,hafði hann þá  gegnt skólastjórastarfi í tæp 30 ár. Innst eru Sigríður Guðnadóttir og Páll Jónsson næst honum er Þorfinnur Bjarnasson, Margrét Konráðsdóttir, Kristinn Pálsson, Björgvin Jónsson, Hallbjörn Hjartarson og síðast er Ingólfur Ármannsson.

Þá er hér önnur mynd sem Guðmundur Guðnason tók líklega öðru hvoru megin við 1960. Átta menn eru við vegagerð eða vinnu í flagi. Fjórir þeirra standa fyrir framan  jarðýtutönn, hinir sitja uppi á henni.

Nú spyr, Hjalti Viðar Reynisson, hjá Ljósmyndasafninu, hvort einhverjir viti nöfn þessara manna, hvenær myndin var tekin og ekki síst við hvað þeir eru að vinna. Síminn hjá Hjalta er 455 2707 og netfangið myndasafn@skagastrond.is