Mynd vikunnar

Ljósmynd: Höfðaskóli - safn
Ljósmynd: Höfðaskóli - safn

Nú styttist í litlu jólin, sem eru hátíð barnanna í skólanum. þau marka upphaf jólaleyfis í skólanum og eru lokapunktur föndur- og skreytingavinnu  þar. Oftar en ekki hafa jólasveinarnir frétt af þessari hátíð og ekki getað stillt sig um að kíkja í heimsókn.  Þessi mynd var  tekin af bekkjarfélögum, með jólasveinahúfurnar sínar, á litlu jólum í Höfðaskóla einhverntíma kringum 1985 . Krakkarnir eru, frá vinstri í fremri röð: Jóhanna Gunnlaugsdóttir, Rakel Jónsdóttir, Óli Hjörvar Kristmundsson, Herdís Jakobsdóttir, Elísabet Hallbjörnsdóttir, Katrín Sigurjónsdóttir og Jóney Hrönn Gylfadóttir. Aftari röð frá vinstri: Jóhann Ásgeirsson, Eiríkur Lýðsson,Jón Önfjörð Arnarsson, Hjalti Magnússon, Rafn Ingi Rafnsson og Davíð Reynisson. 

Ljósmyndasafn Skagastrandar