Mynd vikunnar

Ljósmynd: Ólafur Bernódusson
Ljósmynd: Ólafur Bernódusson

Haldið var körfuboltamót á Húnavöllum um jólin 1982. Þar kepptu að gamni sínu lið frá Hvöt, Fram og Geislum. Á þessari mynd eru hressir körfuboltamenn Fram í búningsklefanum fyrir leik. Frá vinstri: Adolf H. Berndsen, Kristinn Guðmundsson, Lárus Ægir Guðmundsson, Vilhelm Jónsson, Fannar Viggósson og Guðjón Pálsson (Dúi) (d.14.12.1989). Á myndina vantar ljósmyndarann sem var í liðinu. Frammistaða liðsins á mótinu er nú gleymd en hún varð liðinu ekki til skammar. Á þessum tíma var körfuboltinn spilaður í félgsheimilinu þannig að það reyndi á menn að koma allt í einu í miklu stærri íþróttasal á Húnavöllum.  

Ljósmyndasafn Skagastrandar