Mynd vikunnar

Ljósmynd: Árni Geir Ingv arsson - safn
Ljósmynd: Árni Geir Ingv arsson - safn

Þessi mynd er frá Kúvíkum í Reykjarfirði á Ströndum. Þarna var athafnasvæði Carls Jensen kaupmanns. Í Kúvíkum bjó líka Thorarensenfólk m.a. Jakob Thorarensen kaupmaður og skáld. Kúvíkur eru nú löngu kominar í eyði og allar byggingar horfnar. Á tímum einokunarverslunar 1602 - 1787 voru tvær verslunarhafnir við Húnaflóa; Skagaströnd og Kúvíkur. Kúvíkur var svokölluð lýsishöfn því aðal útflutningur þaðan var hákarlalýsi, sem var verðmætt eldsneyti í borgum Evrópu. Á myndinni er verið að skipa út eða í land varningi fyrir verslunina í Kúvíkum sem sést í baksýn. Myndin er nokkuð dæmigerð fyrir vinnubrögðin við upp- og útskipun áður en alvöru hafnir komu til sögunnar. Myndin var líklega tekin einhverntíma á bilinu 1910 - 1930.

Ljósmyndasafn Skagastrandar