Mynd vikunnar

Ljósmynd: Bernódus Ólafsson og Anna Aspar - safn
Ljósmynd: Bernódus Ólafsson og Anna Aspar - safn

Þessir krakkar voru öll alin upp í útbænum - undir Höfðanum. Frá vinstri: Finnur Kristinsson úr Héðinshöfða, sem nú hefur verið rifinn, Unnur Gunnarsdóttir, sem átti heima á neðri hæðinni í Stórholti, er í vagninum. Ólafur Bernódusson, sem átti heima á efri hæðinni í Stórholti, er aftan við vagninn og Eygló Gunnarsdóttir systir Unnar er fremst til hægri. Myndin var tekin um 1960 á blettinum framan við Stórholt. Kárastaðir, sem nú eru horfnir, og Höfðabrekka í baksýn. Héðinshöfði stóð við Skagaveg, Stórholt er Bankastræti 3, Kárastaðir voru Bankastræti 5, en Höfðabrekka er Bankastræti 10.

Ljósmyndasafn