Mynd vikunnar

Ljósmynd: Höfðaskóli - safn
Ljósmynd: Höfðaskóli - safn

Þessi mynd er af nemendum Höfðaskóla í vettvangsferð um Höfðann 1972. Kennarinn, sem stendur hæst, er líklega Helgi Vilhjálmsson. Nemendurnir eru frá vinstri í aftari röð: óþekktur, Guðmundur Viðar Guðmundsson, Gísli Snorrason, óþekktur, Ernst Berndsen, óþekktur, Hafþór Gylfason, Páll Jónsson, óþekktur, Pétur Ingjaldur Pétursson og óþekktir nemendur. Fremri röð frá vinstri: tvær óþekktar stúlkur, Rannveig Jónsdóttir, Lilja Kristinsdóttir, þrír óþekktir nemendur, Sólveig Gunnarsdóttir, óþekkt, Guðrún Guðmundsdóttir, óþekkt, ?Elsa Lára Blöndal ?(fjær), þrír óþekktir nemendur, Jósef Hjálmar Sigurðsson og nemandinn lengst til hægri er óþekktur. Hér vantar nöfn á allmarga nemendur þannig að ef þú þekkir einhvern af óþekktu nemendunum,  vinsamlega sendu okkur þá athugasemd. Netfangið er: myndasafn@skagastrond.is

Ljósmyndasafn