Mynd vikunnar

Ljósmynd: Höfðaskóli - safn
Ljósmynd: Höfðaskóli - safn

Starfsfólk Höfðaskóla gerir sér glaðan dag í lok skólaárs. Allir þurftu að mæta í einhverjum óvenjulegum búningi og svo var farið í ratleik um allan bæ og leystar hinnar ýmsu þrautir. Hér er hópurinn fyrir utan íþróttahúsið áður en lagt er af stað út í bæ að leysa þrautirnar. Frá vinstri í fremri röð: Sólveig Róarsdóttir, Erna Berglind Hreinsdóttir, Guðbjörg Ólafsdóttir og Sólrún Ólína Sigurðardóttir. Aftari röð frá vinstri: Helga Ólína Aradóttir, Hallbjörg Jónsdóttir, Ólafur Bernódusson, Guðrún Soffía Pétursdóttir, Finnur Magnús Gunnlaugsson (d. 31.12.2015), Dagbjört Bæringsdóttir, Bára Þorvaldsdóttir (d.7.2.2022) , Fjóla Jónsdóttir og Hans Holger Jörgensen. Myndin var tekin einhvertíma kringum árið 2000.

Ljósmyndasafn