Mynd vikunnar

Ljósmynd: Ólafur Bernódusson
Ljósmynd: Ólafur Bernódusson

Páll Jóhannesson lést 16. júní á Héraðshælinu á Blönduósi.

Páll Jóhannesson var dulur maður, hæglátur og óáreitinn. Hann var ekki allra en góður vinur þeirra sem hann tók. Palli naut þess að vera úti í náttúrunni með sjálfum sér við að fylgjast með kindunum í haganum eða tína ber. Hann hafði mjög gaman af kindum enda átti hann alltaf nokkrar kindur í húsi lengi framan af ævi. Þá var oft hægt að hitta Palla á Höfðanum þar sem hann sat í bílnum sínum að fylgjast með bátunum að koma úr róðri. Síðustu æviárin voru honum erfið eftir að hann fékk heilablóðfall og lamaðist að mestu.

Nú þegar við horfum eftir þessum hægláta og hógværa manni inn í ljósið sendum við aðstandendum hans samúðarkveðjur.

Útför Páls fer fram föstudaginn 30. júní klukkan 14:00 í Hólaneskirkju.