Mynd vikunnar

Ljósmynd: Dagný Sigmarsdóttir - safn
Ljósmynd: Dagný Sigmarsdóttir - safn

Líklega var þessi mynd tekin vorið 1965. Þá fylltist Húnaflóinn af hafís og  eins og sjá má er höfnin full af ís þannig að ekki er hægt að sækja sjóinn þar sem bátarnir komust ekki út úr henni. Ísinn skóp hættulegan leikvöll ungra krakka sem höfðu gaman af að hoppa á milli jakanna við fjöruna og gátu dottið niður á milli. Þá gat verið erfitt að komast upp á jakann aftur vegna hálku.