Mynd vikunnar

Ljósmynd: Gréta Jónsdóttir - safn
Ljósmynd: Gréta Jónsdóttir - safn

 Þetta er líklega hópur kvenna sem voru saman í Kvennaskólanum á Blönduósi veturinn 1939 - 1940. Aftan á myndinni stendur: "Tekin í júlí 1943 á Hólum í Hjaltadal". Konan lengst til vinstri í öftustu röð er líklega ?Guðmunda Árnadóttir? (d.26.1.2017) sem lengi átti heima á Flankastöðum á Skagaströnd. Önnur frá vinstri í sömu röð gæti verið ?Jóninna Pálsdóttir? (d.21.3.2018) sem lengi bjó í Sunnuhvoli á Skagaströnd og síðar á Blönduósi. Í fremstu röð lengst til hægri gæti verið ?Guðfinna Pálsdóttir? (d.27.4.2015) úr Breiðabliki á Skagaströnd, hjúkrunarkona á Blönduósi. Nöfn kvennanna er ágiskun þannig að ef þú getur staðfest nöfnin eða þekkir einhverja af konunum á myndinni vinsamlega sendu okkur þá athugasemd t.d. í netfangið: myndasafn@skagastrond.is.