Mynd vikunnar

Forystufólk á fundi.

Myndin er af fólki sem lengi var í forystu á margvíslegan hátt á Skagaströnd. Fólkið er greinilega á fundi en ekki er vitað hvert tilefni fundarins var. Myndin, sem er líklega tekin 1963 eða 1964, er tekin annað hvort á skrifstofu oddvitans (sem þá gegndi hlutverki sveitarsjóra) eða á skrifstofu hreppstjórans sem var fulltrúi sýslumanns á staðnum. Báðar skrifstofurnar voru í bragganum við Skagaveg 2 (Norður -skála sem seinna varð bílaverkstæði) og voru þær sitt hvoru megin við gang eftir miðju húsinu. Frá vinstri á myndinni eru: Björgvin Jónsson í Höfðabrekku (Bankastræti 10), Pálmi Sigurðsson í Pálmalundi (Hólabraut 27), Kristófer Árnason Sunnuhvoli (Sunnuvegur 1), Guðbjartur Guðjónsson Vík (Strandgata 4), Ingvar Jónsson hreppstjóri Skagavegi 2 (Norður - skála), Ólafur Guðlaugsson Sævarlandi, Kristján Hjartarson Grund, Haraldur Sigurjónsson Iðavöllum, Jóhanna Sigurjónsdóttir Héðinshöfða (Skagavegur 5 ?), Björgvin Brynjólfsson Miðnesi, Jóhanna Gunnlaugsdóttir Hólabraut 5.