Mynd vikunnar

Á Lanz Alldog dráttarvél

Bernódus Ólafsson situr við stýrið á Lanz Alldog dráttarvél sem hann átti.

 

Í farþegasætinu situr Steingrímur Jónsson í Höfðakoti, á pallinum stendur

Björg Ólafsdóttir systir Bernódusar.

Jóhanna Sigurjónsdóttir fylgist íbyggin með.

 

Lanz Alldog dráttarvélar þóttu mjög undarlegar á sinni tíð með stóran sturtupall

framan við ökumanninn.

Myndin var tekin einhverntíma seint á sjöunda áratugnum.