Mynd vikunnar

Ljósmynd: Árni Geir Ingvarsson
Ljósmynd: Árni Geir Ingvarsson

Hagleiksmaðurinn Björn Sigurðsson (d.5.10.1999) frá Jaðri smíðaði þennan bíl á grind undan Ford herjeppa árgerð 1942. Hann byrjaði á að lengja grindina og smíðaði svo húsið úr timbri. Samstæðan að framan er af Austin 8 bíl árgerð 1939. Til að samstæðan passaði þurfti Björn að kljúfa hana og bæta inn í miðjuna því annars var hún of mjó. Bíllinn er enn til (2019) í geymslu hjá Guðmundi syni Björns. Þetta mun vera eini bíllinn sem hefur verið handsmíðaður á Skagaströd. Þessa mynd af bílnum tók Árni Geir Ingvarsson  á fornbílasýningu á sjómannadegi 2. júní 2012.