Mynd vikunnar

Ljósmynd: Árni Geir Ingvarsson
Ljósmynd: Árni Geir Ingvarsson

Í desember er sólin lægst á lofti á Íslandi svo dagsbirtu nýtur ekki nema nokkra klukkutíma á dag. Þess vegna er gott hvað fólk er duglegt að lýsa upp umhverfi sitt með alls konar ljósaskreytingum á og við heimili sín. Það styttir skammdegið og lætur manni líða betur en ella. Á myndinni, sem tekin var á jólum 2017, er Suðurvegur 9 í fallegum jólabúningi.