| Aftan á þessa mynd hefur verið skrifað "berjaferð 1961". Líklegara er að hér  hafi verið um að ræða einhvers konar skemmtiferð því klæðnaður fólksins  bendir alls ekki til að um berjaferð sé að ræða.    Á myndinni eru, frá vinstri: Ástmar Ingvarsson (Addi Bala), Ingvar Ástmarsson,  Árni Ólafur Sigurðsson, Steindór Haraldsson, Reynir Sigurðsson,Gylfi Sigurðsson,  Bára Þorvaldsdóttir, Guðrún Guðbjörnsdóttir, Gunnar Sveinsson,  Inga Dóra Sigurðardóttir og Gréta Sigurðardóttir. Bílinn aftan við fólkið átti  Ástmar Ingvarsson, sem ættaður var frá Balaskarði, en á honum ók hann  fólki gjarnan á dansleiki og ýmsa aðra viðburði innan og utan héraðs.    Myndin er sennilega tekin af Sigurði Steingrímssyni frá Höfðakoti en hann er  maður Grétu sem er lengst til hægri á myndinni.  Ekki er vitað hvar myndin var tekin.  |