Mynd vikunnar

Sjómenn

Frá vinstri á myndinni: Hallgrímur Kristmundsson, Gylfi Sigurðsson og Jón Ólafur Ívarsson (Daddi). Þeir sitja við borðið niðri í lúkarnum á Helgu Björgu Hu 7 sem þeir áttu og réru til fiskjar á í 20 ár.

Hallgrímur V. Húnfjörð Kristmundsson (d. 9.10.1998) var vélstjóri um borð en hann átti þrjú börn með konu sinni Ingibjörgu Axelmu Axelsdóttur áður en þau skildu. Börnin voru: Jóhanna, Sævar Rafn og Axel Jóhann.

Gylfi var stýrimaður um borð í Helgunni. Hann á þrjú börn: Hafþór, Guðbjörgu og Jóney með Guðrúnu Guðbjörnsdóttur konu sinni.

Lengst til hægri er Jón Ólafur eða Daddi eins og hann er alltaf kallaður. Daddi var skipstjóri á Helgu Björgu og hann á fjögur börn með konu sinni Guðrúnu Sigurðardóttur - sem er reyndar systir Gylfa. Börn þeirra Dadda og Guðrúnar eru: Þórey, Hallbjörg, Sigrún og Ingvar Þór.

Þessir þrír menn voru ákaflega samhentir um að láta hlutina ganga í útgerðinni og þrátt fyrir titlatogið hér að ofan gengu þeir allir í öll störf um borð Í Helgu Björgu, enda gekk útgerðin vel hjá þeim félögum.