Mynd vikunnar

 

Stígandi Hu 9

Stígandi Hu 9 á stími í land með góðan afla á línu. Bjarni Helgason skipstjóri

og eigandi í brúnni.  

 

Ásmundur Bjarni Helgason fæddist 30. nóvember 1903 að Eyri í Norður

Ísafjarðarsýslu og dó 30. desember 1983. Hann var sjómaður allt sitt líf

og lengst af skipstjóri.

 

Hann flutti til Skagastrandar 1947 og gerði Stíganda, sem var 22 tonn að stærð,

út þaðan í 30 ár. Eftir að hann seldi Stíganda gerði hann svo út á grásleppu á lítilli trillu.

Margir sjómenn á Skagaströnd byrjuðu sína sjómennsku sem hásetar hjá Bjarna.

 

Hann þótti afburða sjómaður og vílaði ekki fyrir sér að leggja einn í langferðir

á Stíganda sínum.  Þannig fór hann einn á honum frá Skagaströnd til

Vestmannaeyja í febrúarmánuði (1960?) til að róa þar á vetrarvertíð.

 Kom hann við á Ísafirði og Reykjavík til að sofa. Bjarni var giftur Lilju Ásmundsdóttur

(d. 2.4.1990) og gerðu þau sér heimili að Eyri (Holti) á Skagaströnd.

 

Saman áttu þau fimm börn: Maríu, Helga, Skúla, Kjartan og Birnu.

María og Helgi eru nú látin.

Margar sögur eru sagðar af Bjarna á Stíganda en sennilega lýsir honum best það sem

einn af hásetunum hans sagði um hann: " Bjarni er alltaf bestur þegar veðrið er verst".

 

(Heimild: Skipstjórnarmenn 1. bindi eftir Þorstein Jónsson)