Mynd vikunnar

 

 

Marska setur heimsmet

Á heimilissýningu 1986 í Laugardalshöll settu starfsmenn Marska
á Skagaströnd heimsmet. Þeir bökuðu stærstu sjávarréttapizzu í
heimi og var metið staðfest af Örnólfi Thorlacius fulltrúa Heimsmetabókar
Guinnes á Íslandi. Pizzan var um 10 fermetrar og eftir að hún
hafði verið bökuð smökkuðu á henni um 6.800 manns.
Steindór R. Haraldsson, sem var framleiðslustjóri Marska,
áætlar að hægt hefði verið að gefa 20.000 manns að smakka því
skammtarnir sem gefnir voru tóku um þriðjung af bökunni allri.
Á þessarri mynd sér í bakið á Ragnari frá Ragnarsbakaríi en hann
bjó til botninn í pizzuna og forbakaði hann.
Steindór fylgist með aðstoðarmönnum sínum úr kokkalandsliðinu
dreifa álegginu jafnt yfir botninn.
Rækja og skelfiskur voru uppistaðan í álegginu ásamt sósu og
fleiru sem Steindór útbjó.
Eftir því sem best er vitað er þetta eina heimsmetið sem
Skagstrendingar eiga.