Mynd vikunnar

 

 Grímuball í Tunnunni 1963. Í þá daga var mikið lagt upp úr því á grímuböllum að þekkjast ekki. Þess vegna er að sjálfsögðu ekki hægt að segja til um hver er hver á þessari mynd. Greinileg hefur verið húsfyllir á ballinu en  þeir sem ekki eru í búningum eru fram við dyr meðan grímubúna fólkið dansar með númer á bakinu. Gaman getur verið fyrir Skagstrendinga að stækka þessa mynd eins og hægt er og reyna að átta sig á andlitunum í áhorfendahópnum. Hver veit nema þeir finni sjálfan sig í hópnum eða einhvern sér nákomin?