Mynd vikunnar

Skagstrendingar á ferð 1963

Þessi mynd var tekin af hressum Skagstrendingum 9. júní 1963.
Að öllum líkindum hafa þau verið á leið inn á Blönduós á karlakóramót,
sem þar var haldið þennan dag,  eða að koma heim af  því.
Bíllinn var líklega í eigu Ástmars Ingvarssonar (d. 10.10.1977) en
hann stundaði fólksflutninga frá Skagaströnd í mörg ár. Frá vinstri á
myndinni eru: Jónas Skaftason frá Dagsbrún, Ingibjörn Hallbertsson sem
lengi bjó með sína fjölskyldu á Hólabraut 7.
Þá kemur Guðrún Sigurðardóttir frá Þórsmörk sem styður sig við
Guðmund Guðnason (d. 21.11.1988) póst og ljósmyndara frá Ægissíðu.
Við hina öxl Guðmundar styður sig Ólína Marta Steingrímsdóttir
(d. 4.2.1994) frá Höfðakoti. Næst er Guðrún Árnadóttir kona Ingibjörns
(d. 1.12. 1967), þá Kristján Guðmundsson (d. 16.4.1979) bóndi frá Hágerði 
og að lokum eru svo hjónin Jón Kr. Jónsson og Fjóla Sigurðardóttir
(d. 15.7.1988) frá Laufási.