Mynd vikunnar

Félagsmálanámskeið.
Þetta ágæta fólk, búsett á Skagaströnd, sótti
félagsmálanámskeið hjá Baldri Óskarssyni í Fellsborg
einhverntíma snemma á áttunda áratugnum. 
Þar lærði fólkið ræðuflutning og fundarsköp og ýmislegt
annað, sem gott er og gagnlegt að kunna, ef maður tekur
þátt í félagsstörfum eins og allt þetta fólk gerði meira og minna í mörg ár.  
Á myndinni eru, frá vinstri í aftari röð: Jón Geir Jónatansson frá
Höfðabrekku (Bankastræti 10), Bernódus Ólafsson (d. 18.9.1996) frá
Stórholti (Bankastræti 3), Jón Ingi Ingvarsson frá Sólheimum,
Friðjón Guðmundsson (d. 7.1.2001) frá Lækjarhvammi (Suðurvegur 1),
Helgi Gunnarsson frá Lundi, Hallbjörn Björnsson frá Jaðri,
Sveinn S. Ingólfsson kennari og seinna framkvæmdastjóri
Skagstrendings hf,  Jón S. Pálsson skólastjóri ,
Björgvin Jónsson (d. ?) frá  Höfðabrekku, Jón Jónsson (d. 9.7.1991)
frá Asparlundi (Bogabraut 24) og Kristján Hjartarson (d. 2.8.2003) frá
Grund (áður Vík).
Fremri röð frá vinstri: Þorgerður Guðmundsdóttir (d.?) frá Höfðabrekku,
Ólína Marta Steingrímsdóttir (d. 4.2.1994) frá Höfðakoti (Bankastræti ?),
Baldur Óskarsson leiðbeinandi, Björk Axelsdóttir,
Soffía Lárusdóttir (d. 31.3.2010) og Guðmundur Jóhannesson maður
hennar úr Skeifunni.
Myndina tók Björn Bergmann