Mynd vikunnar

Ljósmynd: Adolf H. Berndsen - safn
Ljósmynd: Adolf H. Berndsen - safn

Myndin var tekin af útbænum á Skagaströnd. í forgrunninum eru hús frystihúss kaupfélagsins. Til vinstri er verslunarstjórahúsið, þá Kaupfélagið og ljósa húsið hægra megin er Gamla búðin. Hægra megin við Einbúann eru, frá vinstri: skúr, Karlsskáli, Lækur og Lækjarbakki. Norðan við (vinstra megin við) Karlsskála er Efri Lækur og fjær, Jaðar. Á myndinni sést vel hvernig Einbúinn skagaði fram í fjöruna, sem annars var óslitin frá Höfðanum inn að Bjargi. Kanturinn sem liggur til hægri var byggður á uppfyllingu úr grjóti úr Höfðanum út í Spákonufellsey þar sem höfnin var byggð. Myndin var líklega tekin kringum 1940.