Mynd vikunnar

 

Veturinn 1994 -1995 var sérlega snjóþungur og
illviðrasamur. Einkum átti þetta við um tímann frá jólum og fram í maí.
Snjóþyngslin voru svo mikil að erfitt var að moka göturnar og á sumum þeirra var snjórinn látinn eiga sig og hann troðinn með snjótroðara og síðan óku bílarnir á ca tveggja metra þykkum sköflum.
Í einu norð-austan óveðrinu í febrúar  hlóðst svo mikil ísing á báta í höfninni að menn urðu að standa vaktina og moka af þeim.
Í tilviki Hafrúnar Hu 12 tókst ekki að moka og berja ísinguna af nógu hratt þannig að hún sökk í höfninni. 
Hafrún var í eigu bræðranna Sigurjóns og Árna Guðbjartssona en þeir brugðust fljótt við og fengu sérfræðinga til að aðstoða sig við að ná Hafrúnu úr kafi.
Myndin var einmitt tekin þegar báturnn var að koma upp   eftir að lofthylkjum hafð verið raðað á hann til að lyfta honum upp í yfirborðið. Þá var hafist handa við að dæla sjó úr bátnum þar til hann fór að fljóta sjálfur. Þeir bræður voru ekki á því að gefa Hafrúnina upp á bátinn heldur endurbyggðu þeir og breyttu henni með glæsibrag og skiptu um vél og annað sem þurfti.
Nokkrum árum seinna seldu þeir bátinn í burtu en nokkrum árum þar á eftir keyptu þeir Hafrúnina aftur og er hún enn gerð út frá Skagaströnd  af Sigurjóni Guðbjartssyni eftir því sem kvótinn leyfir