Mynd vikunnar

 
Lokamessan.

Síðasta messan í gömlu Hólaneskirkjunni 6. október 1991.
Kirkjan var seinna afhelguð og í framhaldi af því var hún rifin.
Hafði hún þá þjónað söfnuðinum í rúmlega 63 ár
frá 17. júní 1928 þegar hún var vígð.
Á myndinni er Julian Hewlet organisti og Rosemary Hewlet
undirleikari á þverflautu.
Í kórnum eru frá vinstri: Sigurður Bjarnason frá Bjargi,
Guðrún Guðbjörnsdóttir, Karl Guðmundsson (d. 11.12.2011)  
frá Vindhæli (aftast), Dagný Hannesdóttir, Hidigunnur Jóhannsdóttir
(d. 1.1.1996), Friðjón Guðmundsson (d. 7.1.2001) (gráhærður),
Kristján Hjartarson (d. 2.8.2003), Hrafnhildur Jóhannsdóttir (Abbý),
Bára Þorvaldsdóttir, óþekkt, Sigmar Jóhannesson (d. 20.4.2000),
Gylfi Sigurðsson, Hjördís Sigurðardóttir og Kristín Kristmundsdóttir.
Allir kórfélagar, sem hér eru taldir og eru enn á lífi, þjóna nú í
nýju kirkjunni nema Kristín sem hætti fyrir  nokkrum árum.            

Kirkjugestir sem sjást á myndinni eru frá vinstri:
feðgarnir Jóhann Guðbjartur Sigurjónsson og Sigurjón Guðbjartsson
frá Vík. Við hlið Sigurjóns situr Hildu Inga Rúnarsdóttir, sem seinna
vígðist til prests, og framan við þau þrjú sést Erla María Lárusdóttir.