Mynd vikunnar

 

Gjafafatnaður.


Kvenfélagskonur í Einingu hafa komið víða við.
Á þessari mynd eru þrjár þeirra með bunka af ullarnærfatnaði,
sokkum og vettlingum, sem Eining gaf um borð í báta og togara,
sem gerðir voru  út frá Skagaströnd.
Fatnaðurinn var hugsaður sem neyðarfatnaður ef eitthvað
kæmi fyrir um borð.
Það að gefa slíkan fatnað um borð í skip frá Skagaströnd fór
ekki hátt enda hafa kvenfélagskonur oftar en ekki
starfað "bak við tjöldin" og ekki barið sér á brjóst vegna ýmissa
líknar- og mannúðarstarfa sem þær hafa sinnt í gegnum árin.
Á myndinni, sem tekin var í Höfðaskóla, eru frá vinstri:
Dómhildur Jónsdóttir (d. 18.10.2012) prestsfrú á Skagaströnd,
María Konráðsdóttir (d. 9.8.2003) úr Sænska húsinu og
Soffía Sigurðardóttir (d. 24.10.2002) frá Sæbóli (áður Njálsstöðum).
Allar voru þessar konur ötular í kvenfélaginu á sinni tíð.