Mynd vikunnar

 

Gamla útibúið.


Þetta hús þjónaði sem útibú kaupfélagsins í mörg ár.
Það var staðsett vestan við Holt eiginlega í suðvestur horni
skólalóðarinnar sem nú er og út á götuna sem þar er (Oddagötu).
Húsið komst svo í eigu Hestamannafélagsins Snarfara á
Skagaströnd og ætluðu félagar í félaginu að fara með húsið upp
að skeiðvelli sínum, sem er á melunum ofan og norðan við bæinn.
Húsið var dregið af stað á símastaurum sem virkuðu eins og
meiðar undir því.
Þegar komið var með húsið að Snorrabergjunum og átti að fara
þar upp voru staurarnir hins vegar uppeyddir og húsið komst
aldrei lengra. Það var seinna rifið þarna sem það stendur á
myndinni og aldrei reist við skeiðvöllinn.