Mynd vikunnar


Á ferðalagi.


Þetta fólk var saman á ferðalagi í rútu þegar áð var og
myndin tekin. Líklega var myndin tekin í Giljareitum á
Öxnadalsheiði og einnig er líklegt að hér sé um að ræða ferðalag
kirkjukórsins á Skagaströnd en Páll Jónsson var organisti í
Hólaneskirkju í einhver ár og margt af fólkinu á myndinni voru
kórfélagar.   
Ekki er vitað hvenær myndin var tekin. Á henni eru frá vinstri:
fremst: óþekktur bílstjóri, Elísabet Frímannsdóttir (d. 1.9.1990) Jaðri,
Guðmundur Guðnason (d. 12.11.1988) Ægissíðu,
séra Pétur Þ. Ingjaldsson (d. 1.6.1996),
Páll Jónsson (d. 19. 7.1979) Breiðabliki, óþekkt barn,
Sigríður Guðnadóttir (d. 4.3.1964).
Miðröð: Björn Haraldsson (d. 21.9.1988) Iðavöllum, Vilborg Jónsdóttir
(d. ?) Bergi, Guðfinna Pálsdóttir Breiðabliki,
Finnur Frímannsson (d. 18.3.1969) frá Jaðri, tvær óþekktar konur,
Edda Pálsdóttir Breiðabliki, Ingibjörg Sæmundsdóttir  en lengst til
hægri er Hörður Ragnarsson (Dengsi).
Aftasta röð: Elínborg Jónsdóttir (d. 7.1.2007) Röðulfelli,
Sigríður Helgadóttir Skálholti, Sigurlaug Björnsdóttir (d. 7.9.1982)
Iðavöllum, tveir óþekktir og Axel Helgason (d. ?) Læk.
Ef þú þekkir óþekkta fólkið vinsamlega sendu okkur þá athugasemd.