Mynd vikunnar

 
H 351
Adolf J. Berndsen, lengst til hægri, stendur hér við Dodge
vörubíl sinn númer H 351. Maðurinn við hlið hans er óþekktur
og hefur líklega verið gröfustjóri á gröfunni á myndinni.
Adolf átti nokkuð marga vörubíla - H 351 - gegnum tíðina og
vann sem vörubifreiðastjóri.
Á þessari mynd er hann greinilega í malarflutningum e.t.v. í
vegavinnu. Á þessum tíma var vinsælt hjá krökkum að fá að "sitja í"
hjá bílstjórunum við vinnu sína. Sú er raunin á þessari mynd því
Adolf er með þrjá unga farþega með sér í vinnunni.
Það skal tekið fram að þessi mynd var tekin fyrir þann tíma að
nokkrum var farið að detta í hug öryggisbelti í bílum.
Myndin var sennilega tekin á sjöunda áratugnum í
krúsinni/malarnáminu fyrir ofan Spákonufellsrétt.
Senda upplýsingar um myndina