Mynd vikunnar

Hér er unnið við grjótnám í Höfðanum.

Grjótið var sprengt úr Höfðanum, síðan komið á bíl sem
flutti það í  uppfyllingu við hafnargerðina.
Myndin var líklega tekin  1934 en þá var hafnargerðin í fullum gangi. Eins og sjá má eru tæknin við grjótnámið samkvæmt því sem þá þekktist.
Greinilega hefur derhúfan - "sixpensarinn" - þjónað því hlutverki sem öryggishjálmar gera í dag. Í baksýn sést Ægissíða sem nú er löngu horfin.
Myndina tók Björn Bergmann en mennirnir á myndinni eru óþekktir.