Mynd vikunnar

  Öflugt skátastarf var á vegum skátafélagsins
Sigurfara á Skagaströnd í allmörg ár á sjötta og
sjöunda áratugnum undir stjórn Þórðar Jónssonar félagsforingja.
Eitt af verkefnum skátanna var að koma sér upp skála í Brandaskarði. Skálinn var því miður aldrei fullgerður heldur var einungis steyptar undirstöður og botnplata.
Nokkrum árum seinna byggðu  svo skátarnir skála í suðurhlíðum Spákonufells.
Á þessari mynd eru galvaskir skátar í  vinnuferð í Brandaskarði. Frá vinstri: Þórður Jónsson (d. 25.12.2010), Hallbjörn Björnsson Jaðri, Gissur Jóhannsson Lækjarbakka, Kristinn Lúðvíksson Steinholti, Ísleifur Haraldsson Jaðri, Þórunn Bernódusdóttir Stórholti, Guðrún Þórbjarnardóttir Flankastöðum, Birgir Júlíusson Höfðabergi, Jóhann Ingibjörnsson, Frímann Lúðvíksson Steinholti, Lárus Ægir Guðmundsson og Helgi Jónatansson Höfðabrekku