Mynd vikunnar

Ljósmynd: Guðmundur Kr. Guðnason
Ljósmynd: Guðmundur Kr. Guðnason

Nú byrjun aðventunnar  er við hæfi að velja mynd sem sýnir jólatengt efni. Þessi mynd var tekin í gömlu Tunnunni, þar sem nú er Spákonuhof, einhverntíma kringum 1960 á jólaskemmtun á vegum kvenfélagsins Eining. Allir sitja stilltir og prúðir í sparifötunum og eru líklega að bíða eftir jólasveininum eða því að harmónikuleikarinn byrji að spila svo hægt sé að ganga kringum jólatréð. Von var á jólasveininum með poka á bakinu. Í pokanum lumaði hann oftast á litlum brúnum bréfpokum, einum á mann, með epli og pínu nammi. Þegar myndin var tekin voru epli og appelsínur einungis í boði um jólin en bananar, klementínur og mandarínur sáust ekki. Það var því mikil tilhlökkun hjá börnunum á skemmtun sem þessari að fá pokann sinn.