Mynd vikunnar

 
Pétur Ólafsson og fjölskylda

Þessi mynd var tekin 1905 af Pétri Ólafssyni og
fjölskyldu hans. Pétur var sonur Ólafs Jónssonar
sem var veitingamaður í Viðvík á árunum 1868 - 1883
þegar hann flutti með fjölskyldu sína til Akureyrar.
Pétur Ólafsson  fæddist 1.maí 1870 og dó
11.maí 1949 og var því unglingur þegar fjölskyldan
flutti til Akureyrar.   Pétur var við nám og verslunarstörf á
Eskifirði en flutti til Kaupmannahafnar og var þar 1890 - 92 
og lauk þar námi í verslunarfræðum ásamt því að stunda
frönskunám hjá Jóni Sveinssyni - Nonna, enskunám og nám í
Íslensku hjá Bjarna frá Vogi.
Eftir að hafa unnið við verslun í Flatey og í Kaupmannahöfn settist hann
að á Patreksfirði og varð þar yfirmaður yfir öflugu verslunar - og
útgerðarfyrirtæki - IHF. Pétur var forstjóri Síldareinkasölunar, sat í stjórn
Eimskipafélagsins sem formaður um tíma, starfaði fyrir ríkisstjórnina við
gerð viðskiptasamninga erlendis og við markaðsleit  víða um heim.
Hann var norskur konsúll og einnig barsilískur konsúll á Íslandi, stundaði
hvalveiðar í fimm ár með tveimur bátum frá Tálknafirði, rak selveiðiskip
og togara. Þá var Pétur frumkvöðull í ljósmyndun og kvikmyndagerð.
Kona Péturs, sem er með honum á myndinni,  var Marie Kristine Arnesen.
Saman eignuðust þau sex börn auk tveggja uppeldisbarna.

(Heimild: http://www.borgarskjalasafn.is/desktopdefault.aspx/tabid-4242/6667_read-1552/start-p/6630_view-2789/)