Mynd vikunnar

 

Kvenfélagskonur úr kvenfélaginu Einingu sáu um veitingar í kveðjuveislu séra Péturs Þ. Ingjaldssonar (d. 1.6.1996) í nóvember 1982 í Fellsborg. Á myndinni eru þær sem báru hitann og þungann af framreiðslunni í veislunni.
Frá vinstri standandi: Erla Valdimarsdóttir (d. 29.9.2008), Anna Skaftadóttir, Halldóra Þorláksdóttir, Aðalheiður Guðmundsdóttir (d. 24.9.2011) og Ása Jóhannsdóttir.
Sitjandi eru Helga Ottósdóttir vinstra megin og Birna Blöndal hægra megin. Allar  þessar konur tóku virkan þátt í starfi kvenfélagsins Einingar.