Mynd vikunnar

 
Sjómannadagur 1943 eða 1944
Löng hefð er fyrir að halda sjómannadaginn hátíðlegan á
Skagaströnd fyrsta sunnudag í júni eða, eins og nú er gert,
á laugardeginum fyrir sjómannadag.
Þá er farið í ýmsa leiki sem gjarnan byggjast á því að einhvers
konar þrautir eru lagðar fyrir þátttakendurna í þeim. Þátttakendur
eru yfirleitt valdir úr hópi sjómanna eða einhverra þeirra sem
gegna opinberum stöðum á Skagaströnd.
Ávallt eru hátíðahöld sjómannadagsins fjölsótt, sama hvernig
veður er.  Þessi myndin var tekin á sjómannadaginn 1943 eða 44,
eftir boðhlaupskeppni  þar sem þátttakendur urður að hlaupa í
fullum sjóklæðum.
Frá vinstri: Ólafur Ásgeirsson, Ingvar Jónsson, Guðmundur Karlsson,
Björgvin Jónsson, Guðmundur Jóhannesson, Kristófer Árnason,
Gísli Jóhannesson, Hallgrímur Kristmundsson, Snorri Gíslason,
Þórarinn Jónsson, Skafti Björnsson og Jens Jónsson. 
Myndin er úr safni Elísabetar G. Berndsen.