Mynd vikunnar

 
Ernst Berndsen á siglingu
Ernst Berndsen (f. 2.6.1900 - d. 21.8.1983) á
Karlsskála siglir hér á bát sínum Helgu þó ekki sé leiðið gott. 
Ernst var fyrsti hafnarvörður Skagastrandarhafnar og gegndi því
starfi í áratugi.  Þá var hann lóðs í Húnaflóa og lóðsaði lítil og
stór skip til hafnar í höfnunum við flóann.
Ernst var lengi umboðsmaður fyrir Olíufélag Íslands - Olís  en
jafnframt því sótti hann sjó á eigin trillum þegar færi gafst.
Þeir eru ófáir sjómennirnir sem fóru sinn fyrsta róður með Ensa,
eins og hann var kallaður, og lærðu hjá honum réttu handtökin á
sjó.  
Nú síðasta vetur (2014) var Helgan gerð upp þannig að
siglingasögu hennar er ekki lokið en hún er nú í eigu
afkomenda Ernsts.