Mynd vikunnar

 
Kristján í heyskap

Ekki er vitað hvenær þessi mynd var tekin en á henni er
Kristján Guðmundsson (d.16.4.1979) frá Háagerði í heyskap á
túninu við Háagerði.
Á myndinni er Kristján að ýta saman heyi með tveimur hestum
eftir að hafa rakað heyinu saman í garða. Spýta var bundin aftan
í hestana og síðan var staðið á spýtunni til að halda henni niðri.
Hestarnir drógu svo spýtuna þar til næg hrúga af heyi var komin
framan við hana. Þá var spýtunni lyft yfir hrúguna og haldið
áfram framan við hana. Síðan var heyinu úr hrúgunum  hlaðið
upp í sæti/sátur eins og sést fyrir aftan Kristján.
Seinna var svo heyinu ekið heim í hlöðu eða sett í fúlgu heim við
fjárhús eða fjós. Hlutverk hesta í sveitum landsins hefur breytst
mikið frá þessum tíma úr því að vera þarfasti þjónninn og helsta
vinnutæki bænda yfir í það að vera fyrst og fremst skemmtigripur
og skrautfjöður eiganda síns.