Mynd vikunnar

 
Síldin kemur og síldin fer
7. mars 1987  frumsýndi Leikklúbbur Skagastrandar 
leikritið: Síldin kemur og síldin fer   í Fellsborg undir leikstjórn
Þrastar Guðbjartssonar.
26 leikarar komu fram í þessari vinsælu leiksýningunni og á
þessari mynd eru nokkrir þeirra í hlutverkum sínum.
Talið frá vinstri:  Guðmunda Ólafsdóttir, Óli Hjörvar Kristmundsson,
Þórey Jónsdóttir, Sigurbjörg Árdís Indriðadóttir, Kristín Jónsdóttir,
Bóel Hallgrímsdóttir, Steindór Haraldsson, Sigrún Jónsdóttir,
Rut Jónasdóttir, Herborg Þorlásdóttir og Vigdís Viggósdóttir.
Hamónikuleikarinn sem sér í hægra megin við Vigdísi er
Þórhildur Jakobsdóttir.
Leikritið var sýnt á Skagaströnd og í nágrannabyggðunum við
góðar undirtektir.