Mynd vikunnar


Elínborg heiðruð

.

Á þessari mynd frá skólaslitum Höfðaskóla vorið 1995
heldur Elínborg Margrét Jónsdóttir (d. 7.1.2007) á gjöf
frá Skagstrendingum, sem Ingibergur Guðmundsson
skólastjóri Höfðaskóla, til vinstri, færði henni í tilefni þess að
Elínborg hafði starfað við skólann óslitið í 50 ár.
Í baksýn eru stúlkur úr lúðrasveit sem spilaði á skólaslitunum.
Elínborg var kennari við Höfðaskóla í áratugi og síðar
bókavörður á bókasafni skólans í nokkur ár. 
Hún var alla tíð vakin og sofin yfir velferð skólans og þeirra sem
þar numu og störfuðu.

Til heiðurs Elínborgu hefur orðið til sú hefð í Höfðaskóla að
dagur íslenskrar tungu, sem er á fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar,
16. nóvember, nefnist Elínborgardagurinn í Höfðaskóla.
Í ár verður Elínborgardagurinn haldinn hátíðlegur
miðvikudaginn 19. nóvember í Fellsborg þar sem nemendur
koma fram og flyta margvíslegt íslenskt efni.