Mynd vikunnar

 
Höfnin 1949.Á þessari merkilegu mynd sést innrásarkarið sem keypt var til
Skagastrandar til að nota í hafnargarðinn (Útgarð). Karið kom hingað í
júlí 1948 og var þá sett í geymslu þarna sem sést á myndinni.
Í desember brotnaði karið og ef myndin er skoðuð vel sést að karið er brotið
í tvennt. Karið var síðan notað til að lengja hafnargarðinn eftir mikið
japl og jaml og fuður.
Þar hefur það verið til endalausra vandræða því það misseig og á það komu
göt neðan við sjávarmál. Einnig hefur komið í ljós að verksvik hafa verið
stunduð við smíði þess því járnið, sem átti að binda sem stoðgrind í veggjum
karsins, var bara skellt í stórum búntum ofan í steypuna og gerði því lítið gagn. 
Báturinn á myndinni, sem er að koma úr róðri, er Stígandi Hu 9 sem var í eigu
Bjarna Helgasonar frá Holti