Mynd vikunnar

 
Daglegt líf að sumri.


Myndin er af tveim óþekktum börnum á sumardegi á Skagaströnd. 
Fyrir aftan þau til vinstri er assistantastofan, sem var íbúðarhús
verslunarmannsins sem sá um verslunina við hliðina. 
Næst assistantastofunni er pakkhúsið og svo verslunarhúsið  fremst.
Húsið á bak við með svartan gafl er Sæmundsenbúð.  Þessi hús stóðu
ekki langt frá Einbúanum  á svæðinu nálægt því  þar sem Skátaskálinn
stendur í dag.
Evald Hemmert tók myndina en samkvæmt "Byggðin undir Borginni"
(bls 118 - 119) var hann verslunarstjóri Höpnhnersverslunar  þarna frá 1891
fram yfir 1920 þegar verslunin lagði upp laupana.
Sennilega hefur því myndin verið tekin einhverntíma kringum
aldamótin 1900.