Mynd vikunnar

 

Heyskapur

-

Heyskapur upp á gamla mátann.
Myndin er líklega tekin í Laxárdal við heimili
Guðmundar Guðnasonar (d. 21.11.1988) en fjölskylda hans bjó
í dalnum á nokkrum bæum áður en þau fluttu að Ægissíðu á
Skagaströnd.
Konan lengst til vinstri er Klemensína Klemensdóttir (d.12.6.1966)
móðir Guðmundar. Ungi maðurinn sem bindur bagga er Pálmi
(d. 23.3.1994), Ingvi (d. 31.12.1991), eða Rósberg (d. 9.1.1983)
en þeir voru bræður Guðmundar.
Guðmundur sjálfur heldur í hestinn og faðir hans Guðni Sveinsson
(d. 15.11.1971) hleður fúlgu úr heyinu í baksýn.
Ef þú þekkir hver þeirra bræðra bindur baggann vinsamlega
sendu okkur þá athugasemd.